tisa: The bitter end

þriðjudagur, júní 06, 2006

The bitter end

Ég er bitur. Ennþá.

Ég er nokkuð viss um allir viti afhverju ef ég þekki mitt fólk rétt.

Litlu örvhentu Tinnu tókst að falla á bílprófinu sínu. Ég var búin að keyra mínusalaust próf (ég gleymdi stefnuljósi þegar ég bakkaði ím stæði, sem tókst annars 100%) svo á leiðinni til baka upp í Frumherja skipti ég um akrein vitlaust og er fallin.

Ég er bitur.

Ég má vera bitur.

Ég hef allan rétt í heiminum að vera bitur.

Ekki efast um biturleika minn.

En ef ég lít á björtu hliðanar er ég umkringd einkabílstjórum.

En ég er samt bitur.

Ætli hann hafi fattað að ég sé örvhent, þessi nasista prófdómari? Afkomandi Hilers og djöfulsins.

En það er sumar, þannig ég er svona í tiltölulega góðu skapi. Ég var nefnilega í fríi í dag. Mér finnst gaman að vera í fríi.

Svo er ég í þriggja daga fríi um helgina, sem ég á fyllilega skilið eftir að hafa unnið í 26 tíma seinustu helgi. . . hálfveik. Böh

Það hefur nefnilega alveg sína kosti að vera í hálfu starfi.

Meira frí.

Og hvað táknar meira frí?

Meiri svefn!

Mmmmmmmmmmmmmm svefn.

Þar er enginn á móti mér. Þar ræð ég ríkjum. Þar er enginn fjörfiskur. Engir nasistar. Engir smákrakkar.

Bara ég og Johnny Depp . . .


Tinna – Leti er lífstíll

tisa at 20:16

0 comments